top of page
  • Writer's picturethrosturfh

AÐALFUNDUR ÍNWK

 
Aðalfundur ÍNWK verður haldinn sunnudaginn 11. febrúar kl. 17:00 í húsnæði Betri Hunda, Grandatröð 5, Hafnarfirði.
 
Skipulag fundarins er eins og kemur fram hér að neðan.
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara2. Skýrsla stjórnar lögð fram3. Reikningar lagðir fram til samþykktar4. Kosning stjórnar
5. Árgjöld ungmenna
6. Stigakerfi fyrir stigahæsta teymi ársins7. Önnur mál
 
Ætlunin er að kjósa um árgjöld ungmenna á fundinum. Stjórnin leggur til að einstaklingar yngri en 18 ára sem skráðir eru meðlimir ÍNWK greiði ekki árgjald í klúbbinn heldur einungis keppnisgjöld í þær keppnir sem viðkomandi tekur þátt í.
 
Þá verður einnig kosið um tillögu stjórnar að stigakerfi fyrir stigahæsta teymi hvers ár. Ætlunin er að veit viðurkenningu til 1.-3. sætis stigahæstu teyma ársins. Stig verða veitt fyrir 1.-3. sæti í hverri keppni yfir árið og verður stigafjöldi eftirfarandi:
 
1. sæti gefur 50 stig
2. sæti gefur 30 stig
3. sæti gefur 15 stig
 
Ef teymi fær viðurkenningu fyrir 100 stig og færri en 3 villur en ná ekki verðlaunasæti fást 5 stig.
 
Samanlagður fjöldi stiga yfir árið verður síðan reiknaður út í lok árs og viðurkenningar veittar á ársfundi félagsins.
 
Kosið verður um eitt sæti í aðalstjórn (gjaldkera) og eitt í varastjórn þar sem tímabil viðkomandi stjórnarmeðlima er að ljúka.
 
Við hlökkum til að sjá sem flesta félagsmenn.
f.h. stjórnar
Jónína Guðmundsdóttir formaður
 
1 view0 comments

Recent Posts

See All

Aðalfundur - skýrsla stjórnar

Sunnudaginn 11. febrúar 2024 var aðalfundur ÍNWK haldinn. Á fundinum var lögð fram skýrsla stjórnar fyrir árið 2023, sjá meðfylgjandi skjal. Það má með sanni segja að árið 2023 hafi verið blómlegt en

Boðun til auka aðalfundar

Stjórn íslenska NoseWork klúbbsins boðar hér með til aðalfundar miðvikudaginn 26. apríl kl 20:00 í húsnæði Betri Hunda, Grandatröð 5 í Hafnafirði. Þessi aukafundur er haldinn til þess að kjósa um brey

Comments


bottom of page