top of page
Jónína

Fjölgun félagsmanna, lyktapróf, keppnir og uppfærð heimasíða




Eins og fram hefur komið útskrifuðust sex nýir þjálfarar og dómarar í desember síðastliðinni og hefur þá þjálfurum fjölgað um rúmlega helming frá sem var. Augljóst er að útskrift þeirra er að skila sér í auknum áhuga á NoseWork þar sem félagsmönnum fjölgar dag frá degi það sem af er þessu ári en jafnframt var haldið fjölmennasta lyktarpróf sem haldið hefur verið á Íslandi í gær, 25. janúar, á vegum Hundafjörs á Selfossi þar sem þrettán teymi tóku þátt. Átta teymi náðu prófinu og geta nú keppt á vegum íslenska NoseWork klúbbsins.

Tvær NoseWork keppnir eru komnar á dagskrá á vegum klúbbsins og von er á fleirum á næstunni. Sú fyrri fer fram laugardaginn 28. janúar kl. 11:00 í Breiðagerðisskóla, og er fyrsta keppnin sem samanstendur af fjórum innanhúsleitum. Dómari keppninnar er Harpa Valdís og er keppnin haldin í samstarfi við Voffaland. Seinni keppnin fer fram laugardaginn 11. febrúar kl. 14:30 í porti Húsasmiðjunnar á Selfossi og samanstendur af fjórum utanhúsleitum. Dómari keppninnar er Jónína og er keppnin haldin í samstarfi við Húsasmiðjuna. Nánar er hægt að lesa um keppnirnar undir viðburðir hér á heimasíðunni eða á facebooksíðu íslenska NoseWork klúbbsins.

Eins og glöggir lesendur hafa ef til vill áttað sig á hefur heimasíðan fengið smá útlitsbreytingar og viðbætur. Hér eftir verða reglulega birtar myndir og fréttir frá starfi deildarinnar og öðrum viðburðum á vegum klúbbsins. Þá er komið upp viðburðardagatal þar sem hægt er að finna yfirlit yfir alla viðburði sem tengjast klúbbnum, þar með talið keppnum, lyktarprófum og öðrum viðburðum. Hér eftir verða allar fundargerðir stjórnar birtar hér á heimasíðunni undir flipanum um ÍNWK. Þar er jafnframt að finna upplýsingar um stjórnarmenn klúbbsins.

Við erum spennt fyrir komandi tímum og hlökkum til að sjá klúbbinn okkar blómstra á næstu mánuðum.

F.h. stjórnar
Jónína Guðmundsdóttir formaður
24 views0 comments

Recent Posts

See All

Aðalfundur - skýrsla stjórnar

Sunnudaginn 11. febrúar 2024 var aðalfundur ÍNWK haldinn. Á fundinum var lögð fram skýrsla stjórnar fyrir árið 2023, sjá meðfylgjandi...

AÐALFUNDUR ÍNWK

Aðalfundur ÍNWK verður haldinn sunnudaginn 11. febrúar kl. 17:00 í húsnæði Betri Hunda, Grandatröð 5, Hafnarfirði. Skipulag fundarins er...

Boðun til auka aðalfundar

Stjórn íslenska NoseWork klúbbsins boðar hér með til aðalfundar miðvikudaginn 26. apríl kl 20:00 í húsnæði Betri Hunda, Grandatröð 5 í...

Comments


bottom of page