top of page
NW4.jpg

Hvað er NoseWork?

NoseWork snýst fyrst og fremst um að skemmta sér með hundinum sínum en líka um að uppfylla náttúrulegar þarfir hundsins svo hann sé þreyttur og sáttur eftir þjálfun.

Hundurinn er þjálfaður til að auðkenna ákveðna lykt, sem dæmi í gegnum ílátaleit, þá eru gerða fyrst mjög auðveldar leitir og smám saman er unnið að því að flækja erfiðleikastigið. 

Lyktarberinn er settur á allskonar mismunandi stöðum, í ólíkum hæðum, á farartæki og í ílátum, hundurinn þarf að svo að leita af þessari ákveðinni lykt með leiðbeinanda sínum.

Í flestum evrópulöndum eru þrjár mismunandi lyktir notaðar eftir erfiðleikastigi og eru fjórir leitarflokkar.

 

Lyktirnar sem eru notaðar eftir erfiðleikastigi:

  • NoseWork 1: Eukalyptus.

  • NoseWork 2: Lárviðarlauf.

  • NoseWork 3: Lavender.

Leitarflokkar:

  • Ílátaleit.

  • Innanhúsleit.

  • Utanhúsleit.

  • Faratækjaleit.

Screenshot_20220911-011012_Facebook.jpg

Hvaðan kemur NoseWork?

Flest öllum hundum þykir skemmtilegt og spennandi að fá tækifæri til að nota nefið.

Íþróttin á uppruna sinn að rekja til Bandaríkjanna, hugmyndin frá upphafi var að hjálpa hundum í athvörfum með tilveruna í gegnum andlega örvun.

Einn af stofnendum NoseWork, Ron Gaunt, sem vann með hjálparhundum, fannst flestir hundar hafa mikið drif til að veiða og leita, margir hundar voru ekki að fá útrás fyrir þessari þörf og áttu oft erfitt með að aðlagast nýju lífi.

Í gegnum NoseWork fær hundurinn tækifæri til að nota sína náttúrulegu hæfileika til að veiða og leita.

Niðurstaðan á því er þá þreyttur og sáttur hundur.

Screenshot_20220911-010459_Facebook.jpg

Fyrir hvern er NoseWork:

NoseWork er gífurlega mikið notað fyrir stressaða, óörugga, æsta og/eða öra hunda. Íþróttin gefur mikla útrás fyrir orku og sömuleiðis byggir mikið upp sjálfsöryggi hunds.

Hundur sem bregst við öðrum hundum lærir til dæmis að einbeita sér að leitarsvæðinu í stað þess að bregðast við hinum hundunum.

Íþróttin hentar einnig mjög vel fyrir gamla eða veika hunda sem hafa takmarkaða hreyfigetu þar sem NoseWork er mjög rólegt og hundurinn getur unnið leitarsvæði algjörlega á sínum eigin hraða.

Screenshot_20220911-005913_Facebook.jpg

Hvernig get ég lært NoseWork með hundinum mínum?

Góð leið til að læra NoseWork er að fara á námskeið hjá viðurkenndum NoseWork þjálfara/dómara.

Hægt er að finna lista yfir alla virku þjálfara landsins hérna á síðunni í flipanum “Viðurkenndir þjálfarar”.

Íslenski NoseWork Klúbburinn sér svo um að skipuleggja keppnir.

Þjálfunin er fyrst og fremst byggð á að eigandi og hundur skemmti sér saman. Íþróttin er ekki byggð á hlýðni á neinn hátt heldur er stefnt að því að byggja upp sjálfstæða leitarhæfni hjá hundinum. Hundurinn leitar og við fylgjum.

NW1.jpg

Hvað þarf ég til að byrja á NoseWork námskeið?

Þú þarft í raun ekkert nema beisli/venjulega hálsól, taum og hund.

Á keppnum, öllum viðburðum tengdum klúbbum og flestum námskeiðum má ekki nota hengingarólar, beisli sem hönnuð eru til að koma í veg fyrir tog eða í raun neitt sem heftir hreyfigetu hundsins, ekkert sem þrengir að á einn eða neinn hátt.

FB_IMG_1662857914564.jpg

Er hægt að keppa í NoseWork?

NoseWork er flokkað sem hundaíþrótt og í flestum íþróttum er hægt að keppa.

Íslenski NoseWork klúbburinn sér um að skipuleggja allar keppnir á Íslandi.

Áður en teymi getur tekið þátt í keppni þurfa þau að ljúka svokölluðu lyktarprófi sem haldið er af NoseWork þjálfara/dómara sem viðurkenndur er af klúbbnum í þeim flokki sem á að keppa.

Til að taka þátt í formlegri keppni á vegum klúbbsins þarf líka að vera meðlimur í Íslenska NoseWork klúbbnum.

Stundum halda þjálfarar svokallaða æfingakeppni, þar þarf ekki að vera meðlimur í klúbbnum og þeir geta sett upp sínar eigin reglur og kröfur, það er að segja ákveðið sjálf hvort teymi þurfa að hafa lokið lyktarprófi, hversu margar leitir eru teknar og í hvaða flokkum.

Í formlegum keppnum á vegum klúbbsins eru til tvenns konar keppni.

 

Það er hægt að keppa í öllum fjórum leitarflokkum eða fjórum sinnum í sama leitarflokk.

Keppni í öllum leitarflokkum samanstendur af fjórum leitum, eina í ílátaleit, eina í innanhúsleit, eina í utanhúsleit og eina í farartækjaleit.

Keppi sem samanstendur af fjórum leitum í einum leitarflokk væri þá til dæmis 4x innanhúsleitir eða 4x utanhúsleitir.

bottom of page