top of page
  • Writer's picturethrosturfh

Boðun til auka aðalfundar


Stjórn íslenska NoseWork klúbbsins boðar hér með til aðalfundar miðvikudaginn 26. apríl kl 20:00 í húsnæði Betri Hunda, Grandatröð 5 í Hafnafirði.

Þessi aukafundur er haldinn til þess að kjósa um breytingar á samþykktum félagsins Aðalbreyting samþykktanna fellst í breytingu á 7. gr. samþykkta félagsins frá 5. nóvember 2017 þar sem fjallað er um skipun stjórnar. Greinin er í dag eftirfarandi:

Stjórn félagsins skal skipuð 7 félagsmönnum, kosnum til 2ja ára. Anað árið skal kjósa formann og 3 stjórnarmenn. Hitt árið 1 stjórnarmann auk ritar og gjaldkera. Formaður er kosinn sérstakri kosningu.
Varamenn skulu vera 3 en stjórn er heimilt að kjósa allt að 7 vara menn. Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda.
a) Formaður stýrir starfi félagsins og reynir að ná samhljóm meðal félagsmanna um stefnuna. Hann er einnig aðaltalsmaður félagsins út á við og skal boða til funda. Formaður má vera hinn sami tvö kjörtímabil í röð og skal ekki gefa kost á sér eftir fjögurra ára samfellda formannssetu.
b) Gjaldkeri sér um fjármál félagsins og hefur prófkúru fyrir það.
c) Stjórnarmeðlimir skulu aðstoða hver annan eftir bestu getu en hafa þó hver sitt hlutverk.
d) Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar. Meirihluti stjórnar getur skuldbundið félagið fjárhagslega á grundvelli bókaðra samþykkta á stjórnarfundi. Meiriháttar fjárfestingar skulu þó bornar undir aðalfund eða almennan félagsfund.

7. gr. verður eftirfarandi:
Stjórn Íslenska NoseWork klúbbsins skal skipuð 3 félagsmönnum, formanni, gjaldkera og ritara, kjörnum á aðalfundi til tveggja ára í senn. Einnig er skal kjósa allt að 5 til 7 varamenn sem starfa munu virkt með stjórn klúbbsins að uppbyggingu og fræðslu á NoseWork á Íslandi. Stjórnin og varamenn skiptir með sér verkum. Stjórn klúbbsins fer með málefni hans milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

Hér má sjá gildandi samþykktir í heild sinni:
Samþykktir ÍNWK frá 5. nóv 2017
.pdf
Download PDF • 379KB


Hér má sjá drög að nýjum samþykktum:
Drög að nýjum samþykktum
.pdf
Download PDF • 15KB

Þá verður einnig kosið um gildistöku handbókar og reglna fyrir dómara sem dæma lyktarpróf og keppnir á vegum ÍNWK. Unnið er að því að efla starf klúbbsins og nýlega útskrifuðust nýir þjálfarar og dómar úr námi sem haldið var á vegum klúbbsins. Mikil fjölgun hefur verið á keppnum sem haldnar hafa verið á vegum klúbbsins og sjáum við fram á enn meiri fjölgun næstu mánuðina. ÍNWK vill setja viðmiðin hátt varðandi alla umgjörð fyrir lyktarpóf og keppnir sem haldnar eru á vegum og í samstarfi við kúbbinn. Einn liður í því er útgáfa handbókar og reglna fyrir dómara sem dæma lyktarpróf og keppnir á vegum ÍNWK.
Meðfylgjandi er að sjá drög að umræddri handbók en stuðst var við sambærilega handbók/reglur sem gefnar hafa verið út af sænska NoseWork klúbbnum.
Drög að reglum dómara
.pdf
Download PDF • 215KB


Dagskrá fundarins verður því eftirfarandi:
1. Breyting á samþykktum félagsins
2. Kosning um gildistöku handbókar og reglna fyrir dómara ÍNWK
3. Önnur mál

Við hvetjum félagsmenn til þess að kynna sér reglurnar og mæta á fundinn til að kjósa um gildistöku þeirra.

Með kveðju og fyrir hönd stjórnar
Jónína Guðmundsdóttir formaður





62 views0 comments

Recent Posts

See All

Aðalfundur - skýrsla stjórnar

Sunnudaginn 11. febrúar 2024 var aðalfundur ÍNWK haldinn. Á fundinum var lögð fram skýrsla stjórnar fyrir árið 2023, sjá meðfylgjandi skjal. Það má með sanni segja að árið 2023 hafi verið blómlegt en

AÐALFUNDUR ÍNWK

Aðalfundur ÍNWK verður haldinn sunnudaginn 11. febrúar kl. 17:00 í húsnæði Betri Hunda, Grandatröð 5, Hafnarfirði. Skipulag fundarins er eins og kemur fram hér að neðan. 1. Kosning fundarstjóra og fun

bottom of page